Leikur dagsins U20 kvenna:

Ísland leikur um 11 sætið

16.júl.2017  07:43 Oli@karfan.is

Íslenska U20 landslið kvenna lýkur leik í B-deild evrópumóts U20 landsliða sem fram fer í Ísrael þessa dagana. Liðið tapaði í gær gegn Rúmeníu í leik um 9-12 sæti og þarf því að leika hreinan úrslitaleik um 11. sæti mótsins. 

 

Liðið hefur enn ekki unnið sigur á mótinu ekki frekar en írska liðið sem einnig tapaði fyrir Rúmeníu í riðlakeppni mótsins. 

 

Leikurinn fer fram kl 12:45 að Íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Youtube rás FIBA. 

Leikur dagsins: 

 

Ísland - Írland kl 12:45 að íslenskum tíma - í beinni á Youtube rás FIBA