NBA:

Veðbankar telja Ball líklegastan

14.júl.2017  16:47 davideldur@karfan.is

Nýliði ársins 2018

 

Veðbankar taka við veðmálum í flesta hluti. Einn þeirra er hver verði nú valinn nýliði ársins í NBA deildinni á næsta ári. Líklegastur allra hjá veðbanka BetOnline þykir nýr leikstjórnandi Los Angeles Lakers, Lonzo Ball, en ekki langt undan á listanum er fyrsti valréttur síðasta árs (sem spilaði ekkert á síðasta tímabili vegna meiðsla) Philadelphia 76ers leikmaðurinn Ben Simmons. 

 

Þessir stuðlar eiga líklegast eftir að breytast mikið eftir því sem líður á tímabilið, en setjir þú 10.000 kr. á Ball í dag, fengir þú 27.000 kr. færi svo að hann yrði valinn nýliði ársins. Þessi tala breytist svo allsvakalega þegar að nýliði New York Knicks, frakkinn Frank Ntilikina er skoðaður. Setjir þú 10.000 kr. á hann í dag, munt þú geta rukkað 330.000 kr. fari svo að hann vinni styttuna góðu. Stuðla veðbankans má sjá hér fyrir neðan.

 

Líkur á að vera valinn 2017-18 nýliði ársins:
Lonzo Ball (LAL) 11/4
Ben Simmons (PHI) 3/1
Dennis Smith (DAL) 7/2
Markelle Fultz (PHI) 11/2
Jayson Tatum (BOS) 13/2
De'Aaron Fox (SAC) 8/1
Malik Monk (CHA) 12/1
Josh Jackson (PHX) 12/1
Donovan Mitchell (UTA) 14/1
Justin Jackson (SAC) 33/1
Jonathan Isaac (ORL) 33/1
Luke Kennard (DET) 33/1
Lauri Markkanen (CHI) 33/1
Frank Ntilikina (NY) 33/1
Zack Collins (POR) 33/1
Derrick White (SA) 50/1

(Listi gefinn út 13.07.17)