Rúnar nýr eftirlitsmaður

06.júl.2017  10:38 nonni@karfan.is

Ísland eignaðist sinn annan alþjóðlega eftirlitmann á dögunum þegar Rúnar Birgir Gíslason var samþykktur af FIBA sem slíkur en þeir endurnýjuðu einnig vottun sína á Pétri Hrafni Sigurðssyni sem hefur verið eftirlitsmaður síðan 1994.


Þeir fóru báðir á námskeið til Zagreb í Króatíu þar sem farið var yfir nýjar reglur í umgjörð leikja og móta og margt fleira. Einnig tóku þeir báðir próf og nú er bara að bíða og sjá hvaða verkefnum FIBA Europe mun raða þeim á á komandi tímabili.