Ragnar Nathanaelson til Njarðvíkinga

06.júl.2017  19:48 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

2 ára samningur undirritaður í dag

 

Hinn 218 cm miðherji, Ragnar Nathanaelson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Njarðvíkinga og mun því koma til með að fylla þá stöðu sem helst hefur plagað þá Njarðvíkinga síðustu ár.  Ragnar kemur til Njarðvíkinga úr atvinnumennskunni en á síðasta tímabili spilaði hann suður á Spáni.  Ragnar spilaði síðast í Dominosdeildinni með liði Þór Þorlákshöfn tímabilið 2015-2016 og var þá að skora 13 stig á leik og hrifsa til sín einhver 12 fráköst.  Í raun akkúrat þær tölur sem Njarðvíkingar þurfa á að halda. 

 

Ragnar sagðist í samtali vera spenntur fyrir því að leika með Njarðvíkingum og að saga klúbbsins hafði mikið að segja í hans loka ákvörðun en önnur lið í Dominosdeildinni föluðust einnig eftir kröftum hans.