Settu þig í spor Craig Pedersen:

Hverja myndir þú velja í lokahóp EuroBasket?

06.júl.2017  07:20 Oli@karfan.is

Á dögunum tilkynnti KKÍ 24 manna æfingahóp fyrir landsliðsverkefni sumarsins sem endar á Evrópumóti landsliða (EuroBasket) í Finnlandi. 

 

Þessi hópur fljótlega skorinn niður í 14-15 manna hóp, áður en svo endanlega verður skorið niður í 12 leikmenn sem munu fara með liðinu á lokamót EuroBasket í Finnlandi í haust.


Eins og gengur eru misjafnar skoðanir á landsliðsvalinu, hver eigi að fara með og hver á að vera eftir. Karfan.is hefur því sett af stað skoðanakönnun þar sem lesendur fá kost á að velja sinn 12 manna hóp fyrir Eurobasket. Að lokum verða niðurstöðurnar kynntar og lokahópur stuðningsmannsins kynntur. 

 

Það er ljóst að Craig Pedersen og hans aðstoðarmenn eru ekki öfundsverðir að þurfa að fækka í hópnum og velja lokahópinn. Hér að neðan má reyna að setja sig í þeirra spor og velja lokahópinn. Ísland leikur í A-riðli með Póllandi, Frakklandi, Grikklandi, Slóveníu og gestgjöfunum frá Finnlandi. Liðið hefur leik þann 31. ágúst gegn Grikklandi. Þangað til mun liðið leika átta æfingaleiki gegn sterkum þjóðum á borð við Litháen, Rússland, Ungverjaland og Belgíu.

 

Tekið skal fram að valið er til gamans gert en velja þarf hvorki færri né fleiri en 12 leikmenn hér að neðan til að atkvæðið teljist með. Öll atkvæði eru algjörlega nafnlaus og er einungis hægt að kjósa einu sinni úr hverri tölvu.

 

Nánari upplýsingar um leikmennina 24 eru hér

 

 

Mynd / Bára Dröfn - Fögnuður leikmanna Íslands var ósvikinn eftir að sætið á Eurobasket 2017 var tryggt.