Ísland, Slóvakíka, Svartfjallaland og Bosnía

Ísland fékk sterkar þjóðir í undankeppninni

04.júl.2017  11:56 nonni@karfan.is

Í morgun var dregið í riðla hjá FIBA í undankeppni EuroBasket kvenna 2019 en lokakeppnin mun fara fram í Serbíu og Lettlandi. Undankeppnin fer fram þangað til og hefst í nóvember, með leikgluggum 6.-16. nóvember og svo í 5.-15. febrúar 2018 og 12.-22. nóvember 2018 þar sem leiknir eru tveir leikir í hverjum glugga.


Liðin sem Ísland leikur með eru í styrkleikaröð í A-riðli eru: (Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum liðum)
Slóvakía, Svartfjallaland, ÍSLAND og Bosnía.


Alls taka 16 þjóðir þátt í lokakeppninni og þar sem tvö sæti eru þegar bókuð fyrir gestgjafana (Lettland og Serbíu) eru 14 sæti laus eftir undankeppnina. Sigurvegari hvers riðils fer áfram ásamt sex bestu sætunum í öðru sæti.


Sjá nánar um keppnina


Frétt af www.kki.is