18 manna hópur Frakklands klár

Diaw og Fournier mæta Íslandi á Eurobasket

30.jún.2017  07:08 Oli@karfan.is

Franska körfuboltasambandið tilkynnti í gær 18 manna landsliðshóp en í hópnum eru fimm NBA leikmenn. Flestir leikmenn koma síðan úr frönsku A-deildinni Pro-A og ACB deildinni á spáni. 

 

 

 

Stærsta nafnið í hópnum er Boris Diaw sem á að baki einn NBA meistaratitil. Evan Fournier leikmaður Orlando er aftur í hópnum eftir að hafa verið fyrir utan hann á síðustu Ólympíuleikum. 

 

Frakkland leikur með Íslandi í riðli á Eurobasket og ljóst að verðugt verkefni býður Craig Pedersen og lærisveina hans á Eurobasket. 

 

Átján manna hópur Frakklands á mótinu er:

 

Thomas Heurtel - Anadolu Efes

Antoine Diot - Valencia BC 

Leo Westermann - CSKA Moscow 

Nando De Colo - CSKA Moscow 

Evan Fournier - Orlando Magic 

Edwin Jackson - Guangdong Tigers 

Rodrigue Beaubois - Baskonia 

Yakuba Ouattara - AS Monaco 

Timothe Luwawu - Philadelphia 76ers 

Boris Diaw - Utah Jazz

Kim Tillie - Baskonia 

Louis Labeyrie - Paris Levalois

Livio Jean-Charles - ASVEL

Kevin Seraphin - Indiana Pacers

Joffrey Lauvergne - Chicago Bulls 

Mustapha Fall - Élan Chalon 

Vincent Poirier - Baskonia