NM 2017:

Ísland frumsýnir nýjan búning

26.jún.2017  09:00 davideldur@karfan.is

 

Íslenska 16 ára lið drengja mun í dag frumsýna nýjan búning landsliðsins gegn Finnlandi. Búningurinn mun vera frá framleiðandanum Errea og vera sá sami og A landsliðin munu klæðast á næstu mótum. Búningurinn mun fara í sölu á allra næstu dögum, en upplýsingar um verð og útsölustaði koma seinna í vikunni.

 

Eins og sjá má er nýji búningurinn eilítið frábrugðinn þeim sem á undan var. Þar sem að nú er nafn landsins sett fram á frummálinu, Ísland, en ekki eins og það var á ensku, Iceland. Einnig hefur íslenska fánanum verið bætt við á búninginn.