Grikkir og Belgar í undanúrslit í fyrsta sinn

23.jún.2017  08:43 nonni@karfan.is

Þá er ljóst hvaða fjögur lið leika í undanúrslitum FIBA EuroBasket kvenna í Tékklandi en Grikkland og Belgía skráðu sig á spjöld sögunnar í gær með því að komast í fyrsta sinn í undanúrslit.


Belgar lögðu Ítali 79-66 og Grikkland valtaði yfir Tyrkland 84-55. Þá komst Spánn einnig áfram með 67-47 sigri á Lettlandi og Frakkar komust áfram með 67-40 sigri á Slóvakíu


Belgar sem hafa enn ekki tapað leik á mótinu mæta Spáni í undanúrslitum og þá mætast Grikkir og Frakkar en báðir leikirnir fara fram á morgun og svo gull og bronsleikurinn á sunnudag.


Mynd/ FIBA Europe - Þær grísku eru komnar í undanúrslit í fyrsta sinn.