Dominos deild kvenna:

Berglind og Sara áfram í Hólminum

23.jún.2017  21:13 davideldur@karfan.is

 

Snæfell vinnur þessa dagana í því að tryggja sér starfskrafta liðsins frá því í fyrra áfram á næsta tímabili. Á dögunum skrifaði Andrea Björt Ólafsdóttir undir samning hjá þeim og nú hafa Berglind Gunnarsdóttir og Sara Diljá Sigurðardóttir einnig framlengt samninga sína. Berglind besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með samningi fyrir næsta árið, en Sara Dilja næstu tvö.