Dregur til tíðinda á EuroBasket

22.jún.2017  11:54 nonni@karfan.is

EuroBasket kvenna er í fullum gangi þessa dagana og í dag ræðst endanlega hvaða lið muni leika í undanúrslitum mótsins. Fjórir leikir eru á dagskránni en Spánn vs Lettland og Belgía vs Ítalía munu skila af sér tveimur liðum í undanúrslit og hinsvegar eru það Tyrkland vs Grikkland og Frakkland vs Slóvakía sem raða munu liðum í hina undanúrslitaviðureignina.


Þrjú lið fóru ósigruð í gegnum riðlakeppnina en Belgía vann alla þrjá leiki sína í D-riðli, Frakkland vann alla lsína leiki í C-riðli og þá vann Tyrkland alla sína leiki í B-riðli.


Mótið fer fram í Tékklandi en fyrsti leikur dagsins að staðartíma er viðureign Belga og Ítala kl. 12:30.
15:00 Tyrkland - Grikkland
18:00 Spánn - Lettland
20:30 Frakkland - Slóvakía


Úrslitaleikurinn og bronsleikurinn fara svo fram sunnudaginn 25. júní næstkomandi.


Mynd/ Kim Mestdagh og félagar í belgíska landsliðinu hafa ekki tapað leik til þessa en mæta Ítölum í fyrsta leik dagsins en þegar þetta er ritað stendur leikurinn yfir og Belgar leiða 55-53 í spennuslag.