Andrea framlengir í Stykkishólmi

22.jún.2017  12:08 nonni@karfan.is

Andrea Björt Ólafsdóttir hefur framlengt samningi sínum við kvennalið Snæfells og verður því áfram með Hólmurum í baráttunni í Domino´s-deild kvenna. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Snæfells.


Í frétt Hólmara segir:


Framherjinn Andrea Björt Ólafsdóttir hefur samið við Snæfell um að leika með félaginu á næsta tímabili. Andrea Björt var búsett í Stykkishólmi í vetur og hóf hún að þjálfa yngriflokka hjá félaginu. Andrea Björt mun búa áfram í Stykkishólmi þar sem hún mun leika og þjálfa með félaginu.