Leikur í kvöld gegn Ísrael:

Brot af því besta frá Tryggva

20.jún.2017  10:38 davideldur@karfan.is

 

Eins og við greindum frá um helgina, þá hefur miðherji Þórs Akureyri, Tryggvi Snær Hlinasson gert fjögurra ára samning við meistara spænsku ACB deildarinnar í Valencia. Samkvæmt leikmanninum gerir hann ráð fyrir að byrja á að æfa með A liði, en spila með B liði félagsins og að markmið hans á þessum fjórum árum sé að verða skrímsli. Þetta þekkja íslenskir körfuknattleiksáhugamenn vel hjá kappanum, en þó Tryggvi sé enn ungur að árum þá, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan, hefur hann sýnt það að skrímslahamurinn er alveg eitthvað sem að hann getur klætt sig í.

 

Tryggvi spilar þessa dagana á sterku æfingamóti með undir 20 ára liði Íslands. Liðið mætir Ísrael kl. 20:00 í kvöld í Laugardalshöll. Má vera að þetta verði einn af síðustu leikjum Tryggva á Íslandi í einhvern tíma.

 

 

 

Brot af því besta frá Tryggva: