Æfingamót U20 hefst í Höllinni í dag

19.jún.2017  10:47 nonni@karfan.is

Í dag hefst æfingamót U20 ára landsliðs Íslands í Laugardalshöll. Um er að ræða þrjá leiki á næstu þremur dögum þar sem Ísrael, Finnland og Svíþjóð eru í heimsókn. Leikirnir hefjast í kvöld kl. 17:00 þegar Ísrael og Finnland eigast við og kl. 20:00 mætast Svíþjóð og Ísland.


Miðasala er við innganginn, verð fyrir daginn er kr. 1500 en miðaverð á alla leikina er kr. 3000. Allir leikirnir verða sýndir í beinni á Sporttv.is


Leikjadagskráin


19. júní
17:00 Ísrael - Finnland
20:00 Ísland - Svíþjóð


20. júní
17:00 Finnland - Svíþjóð
20:00 Ísland - Ísrael


21. júní
17:00 Svíþjóð - Ísrael
20:00 Ísland - Finnland


#ÁframÍsland