Borgnesingar semja við erlendan leikmann

Zac Carter semur við Skallagrím

16.jún.2017  12:52 Oli@karfan.is

Skallagrímur hefur gengið frá ráðningu við erlendan leikmann fyrir átökin í 1. deild karla á næsta ári. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Zac Carter og leikur sem leikstjórnandi. Hann er nýútskrifaður frá Walsh háskólanum sem leikur í annari deild háskólaboltans. 

 

Tilkynningu Skallagríms má finna í heild sinni hér að neðan:

 

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Zac Carter, bandarískan leikstjórnanda, fyrir keppnistímabilið 2017-2018. Hann útskrifaðist síðastliðið vor frá Walsh háskólanum í Bandaríkjunum. Zac var 4. stigahæsti leikmaðurinn í 2. deild háskólaboltans síðasta vetur. Zac hefur verið mikill leiðtogi á velli með þeim liðum sem hann hefur spilað og eru því miklar væntingar til hans að halda því áfram næsta vetur í baráttunni fyrir sæti í Domino´s deild karla á næstu leiktíð.

Von er á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstu dögum.