KR í FIBA Europe Cup!

12.jún.2017  12:08 nonni@karfan.is

Stjórn körfuboltadeildar KR hefur tekið þá ákvörðun að taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup á hausti komanda. Fyrstu leikir verða heima og að heiman 27.september og 4. október, en dregið verður í riðla þann 4.júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKD KR.


Í fréttatilkynningunni segir einnig:

Félagslið í körfubolta hefur ekki tekið þátt í Evrópukeppni síðan 2008 en þá léku KR-ingar á móti Banvit Tyrklandi. Þetta er stórt verkefni framundan og erum við KR-ingar full tilhlökkunar að takast á við það.

Mynd/ Jón Arnór Stefánsson þekkir vel til á meginlandi Evrópu, sú reynsla mun vafalítið gagnast KR í forkeppninni.