Ægir í ACB-deildina?

Gríðarlegur fögnuður í Burgos er Ægir og félagar tryggðu ACB sæti

11.jún.2017  17:59 Oli@karfan.is

Líkt og fram hefur koimið tryggði San Pablo Burgos sér sigur í úrslitakeppni B-deildar á Spáni á dögunum. Með liðinu leikur Ægir Þór Steinarsson sem var byrjunarliðsmaður hjá liðinu í allan vetur. 

 

Þegar félagið kom til baka til Burgos borgar eftir leikinn var vel tekið á móti þeim þar sem okkar maður var framarlega í fagnaðarlátunum. Með sigri tryggði Burgos sér þáttökurétt í ACB deildinni á Spáni sem er ein sterkasta deild í Evrópu. Umsóknarferli ACB er hinsvegar ekki svo auðvelt og því óljóst hvort Burgos klári það.

 

Hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af fagnaðarlátum í Burgos og eftir leik.