Kvennalandsliðið:

Einn sigur og eitt tap í Írlandi

10.jún.2017  19:04 davideldur@karfan.is

Ísland tapaði vináttuleik í Dublin

 

Ísland tapaði vináttuleik í Dublin fyrir Írlandi í dag, 74-59. Leikurinn var sá annar á jafn mörgum dögum, en þann fyrri unnu þær í gær.

 

Það var Írland sem hóf leik dagsins af miklum krafti, eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 13 stigum, 24-11. Eftir þetta náði Ísland í raun ekki að rétta hlut sinn. Töpuðu fyrstu þremur leikhlutunum með 17 stigum. Sigruðu þó þann síðasta með 2 stigum. Töpuðu leiknum í heild því með 15 stigum, 74-59.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu, líkt og í leiknum í gær, var leikmaður Breiðabliks, Hildur Björg Kjartansdóttir, en hún skoraði 15 stig og tók 8 fráköst á þeim 27 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks