Verður pakkað af áhorfendum í kvöld!

Golden State fnykur af Burgos?

09.jún.2017  11:46 nonni@karfan.is

Komast Ægir og félagar í ACB í kvöld?

Ægir Þór Steinarsson og Burgos eiga stórleik fyrir höndum í LEB Gold deildinni á Spáni í kvöld. Burgos leiðir 2-0 gegn Palencia í baráttunni um sæti í sjálfri ACB-deildinni á næstu leiktíð! Nokkur Golden State fnykur er af Burgos núna sem hefur unnið alla leikina í úrslitakeppninni til þessa, sópuðu Melilla 3-0 og slíkt hið sama gerðu þeir gegn Breogan og leiða nú 2-0 gegn Palencia og hafa unnið átta leiki í röð í úrslitakeppninni.


Síðasti leikur fór 90-82 fyrir Breogan þar sem Ægir Þór skoraði 4 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á 17 mínútum en hann kom þá inn af bekknum.


„Það eru búnar að vera sveiflur í þessu en leikirnir hafa verið jafnir til enda. Við verðum að stjórna hraðanum í þessum leik til þess að klára þetta. Þeir eru með frekar lítinn heimavöll en það verður pakkað af áhorfendum frá báðum liðum. Líf og fjör,“ sagði Ægir í samtali við Karfan.is í morgun.


Ósigraðir í úrslitakeppninni en töpuðu 10 leikjum í deildinni, eruð þið að „gela-ast“ svona vel í úrslitakeppninni?
Við höfum ekki endilega spilað frábærlega í playoffs en við höfum sýnt karakter að klára leiki. Það erfitt að klára seríur og við þurfum sýna mikinn karakter að klára þetta í kvöld.


Hver eru þá lykil-frumefnin að sigri á útivelli í kvöld?
Við þurfum að spila góða pick and role vörn og stjórna hraðanum. Það hefur virkað vel fyrir okkur að keyra upp hraðann þegar það á við. Svo eru öll smáatriði sem skipta auðvitað máli í svona leikjum eins og fráköst og lausir boltar.


Sáttur með eigin frammistöðu undanfarið?
Já heilt yfir er ég ánægður með mína spilamennsku. En ég hef átt leiki sem ég hef ekki verið góður en svo aðra leiki þar sem ég hef spilað mjög vel.


Áhugasamir geta prófað að smella á þennan tengil fyrir streymi af leiknum á netinu. Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.