Brynjar Þór Björnsson:

Freistandi tilboð gerði mig tvístígandi

09.jún.2017  08:20 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Fyrirliði KR verður áfram í vesturbænum

 

Brynjar Þór Björnsson fyrirliði KR hefur tekið allan vafa af því hvar hann komi til með að spila á nk. tímabili. „Það kom mjög áhuga­vert og spenn­andi til­boð á borðið sem lét mig hugsa hlut­ina svo­lítið upp á nýtt,“ sagði Brynj­ar Þór Björns­son, fyr­irliði fjór­faldra Íslands­meist­ara KR í körfuknatt­leik, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ég verð áfram í Vest­ur­bæn­um, mark­miðið er að vinna titil­inn fimmta árið í röð og það veg­ur þungt í þess­ari ákvörðun enda mik­il áskor­un,“ sagði Brynj­ar enn fremur.  Brynj­ar Þór, sem skoraði 16 stig að meðaltali í leik með KR á síðasta tíma­bili þegar liðið vann þre­falt sagði þungu fargi af sér létt og nú einbeiti hann sér að því að komast í landsliðshópinn fyrir komandi Evrópukeppni í Helsinki. 

 

Viðtalið í heild sinni er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.