Dagbjört Dögg, Erna og Þóra Kristín leika sína fyrstu landsleiki

Kvennalandsliðið mætt til Írlands

08.jún.2017  12:28 nonni@karfan.is

Landslið kvenna hélt í morgun til Írlands í boði írska sambandins og mun leika tvo vináttulandsleiki við landslið þeirra. Liðið er nýkomið frá Smáþjóðaleikunum og verður þetta síðasta verkefni þess þangað til í haust. Þá mun liðið æfa síðar í sumar á nokkrum æfingahelgum. www.kki.is greinir frá.


Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon eru þjálfarar og gerðu þeir fimm breytingar frá hópnum á Smáþjóðaleikunum.


Inn koma þær Erna Hákonardóttir, Dagbjörg Dögg Karlsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Þær sem hvíldar eru í staðin eru þær Birna V. Benónýsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir.


Þær Dagbjört Dögg, Erna og Þóra Kristín eru allar að leika sínu fyrstu landsleiki fyrir kvennaliðið.
Nánari fréttir frá ferðinni ferða fluttar hér á kki.is og facebook-síðu KKÍ. Fyrri leikur liðanna verður í Cork á morgun föstudag og sá síðari í Dublin á laugardaginn.


Landslið Íslands gegn Írlandi · Júní 2017
Nafn Staða Hæð F.ár Lið Landsleikir


Ragnheidur Benónísdóttir M 188 1994 Skallagrímur  1
Hildur Björg Kjartansdóttir  F 188 1994 Snæfell  15
Hallveig Jónsdóttir  B 185 1990 Valur  10
Dagbjört Dögg Karlsdóttir  B 171 1999 Valur  0
Ingunn Embla Kristínardóttir  B 169 1995 Grindavík  12
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir  F 181 1988 Skallagrímur  47
Thelma Dís Ágústsdóttir  F 180 1998 Keflavík  5
Emelía Ósk Gunnarsdóttir  F 179 1998 Keflavík  5
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir  M 188 1991 Keflavík  4
Þóra Kristín Jónsdóttir B 173 1997 Haukar  0
Erna Hákonardóttir  B 167 1993 Keflavík  0
Berglind Gunnarsdóttir  B 177 1992 Snæfell  11


Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magnússon 
Styrktarþjálfari: Arnar Sigurjónsson
Sjúkraþjálfari: Silja Rós Theodórsdóttir