Sigurður: Stefnan að vera úti

06.jún.2017  14:15 nonni@karfan.is

„Það er verið að skoða stöðuna en ég er opinn fyrir öllu úti svo lengi sem deildin er góð,“ sagði miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson í snörpu samtali við Karfan.is. Sigurður hafnaði í 10. sæti í grísku A2 deildinni með AE Larissas á nýafstaðinni leiktíð.


Stefnan er eingöngu sett á að vera úti að spila sagði Sigurður en mál hans eru í vinnslu þessi dægrin. Hans bíður stórt landsliðssumar og fjöldi leikmanna í barningi við að ná A-landsliðssæti fyrir lokakeppni EuroBasket í Helsinki í haust.