Tilþrif:

Jón Axel heillar í Bandaríkjunum

06.jún.2017  22:43 davideldur@karfan.is

 

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti flott fyrsta tímabil með Davidson í Bandaríska háskólaboltanum síðastliðinn vetur, en liðið tapaði í úrslitum deildar sinnar, Atlantic 10, fyrir firnasterku liði Rhode Island og tók því ekki þátt í Mars-fárinu þetta árið.

 

Á tímabilinu spilaði Jón 31 af 32 leikjum mögulegum fyrir sitt lið, þar sem hann var fjórði stigahæsti og annar í bæði stolnum boltum og stoðsendingum á tímabilinu. Hér fyrir neðan eru nokkur tilþrif frá þessu fyrsta ári Jóns með Davidson.

 

Hérna er tölfræði liðsins frá liðnu tímabili

 

 

Tilþrif: