Eurobasket 2017

Dragic í landsliðshóp Slóvena sem mætir Íslandi

06.jún.2017  07:38 Oli@karfan.is

Helsta stjarnan í nýliðavalinu 2018 verður með

Nú þegar minna en 100 dagar eru til Evrópumóts landsliða í körfubolta eru öll liðin sem taka þátt í óða önn að kynna landsliðshópa sína fyrir mótið. 

 

Íslenska liðið hefur enn ekki verið kynnt en liðið er í A-riðli með Grikklandi, Finnlandi, Ítalíu, Póllandi og Slóveníu í riðli. Slóvenar tilkynntu 29 manna hóp sinn fyrir mótið um helgina og er ljóst að Slóvenía verður með ógnarsterkt lið á Eurobasket. 

 

Fremstur á meðal jafningja er auðvitað Goran Dragic leikstjórnandi Miami Heat en hann á að baki marga landsleiki og hefur einnig leikið með Phoenix Suns og Houston Rockets. Hann var valinn sá leikmaður sem tók mestum framförum (Most Improved player) í NBA deildinni árið 2014. 

 

Hinn átján ára gamli Luka Doncic er einnig í hópnum og gæti leikið stórt hlutverk hjá Slóveníu. Doncic er leikmaður Real Madrid og var valinn helsta vonarstjarna Euroleague á árinu (Rising star). Doncic er talin fara í nýliðaval NBA deildarinnar eftir ár og samkvæmt spámönnum talin verða með efstu mönnum í því nýliðavali. 

 

Það verður gaman að fylgjast með þessum leikmönnum kljást við þá íslensku í september næstkomandi í Finnlandi. Allan hóp Slóvena má finna hér að neðan: 

 

Jan Barbaric, Mirza Begic, Jaka Blazic, Tomaz Bolcina, Vladko Cancar, Jakob Cebasek, Ziga Dimec, Luka Doncic, Goran Dragic, Tadej Ferme, Gregor Hrovat, Erjon Kastrati, Jaka Klobucar, Jan Kosi, Martin Krampelj, Luka Lapornik, Miha Lapornik, Blaz Mahkovic, Edo Muric, Aleksej Nikolic, Mitja Nikolic, Alen Omic, Klemen Prepelic, Matic Rebec, Luka Rupnik, Zan Mark Sisko, Miha Vasl, Gasper Vidmar and Sasa Zagorac.