Leikir dagsins í San Marínó

Leikið gegn Andorra og Kýpur í dag

01.jún.2017  10:11 nonni@karfan.is

Íslensku landsliðin verða bæði í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum í dag. Karlaliðið tekur sviðið í fyrstu kl. 15:00 að staðartíma eða kl. 13:00 að íslenskum tíma þegar liðið mætir Andorra.


Kvennalið Íslands leikur gegn Kýpur í dag kl. 17:30 að staðartíma eða 15.30 að íslenskum tíma. Karlaliðið hafði öruggan sigur gergn San Marínó í gær en kvennaliðið lá gegn Möltu.


Andorra lék í karlalflokki gegn Svartfjallalandi í gær og tapaði þar stórt gegn sterkum Svartfellingum, 49-90.


Mynd/ KKÍ - Sandra Lind Þrastardóttir með íslenska liðinu í gær.