Podcast Karfan.is:

Þáttur #28: Verja KR og Snæfell titla sína enn einusinni?

18.apr.2017  09:37 davideldur@karfan.isEingöngu fjögur lið standa eftir í Dominos deildunum sem berjast munu um tvo íslandsmeistaratitla. Í Dominos deild karla eltir KR fjórða titilinn í röð en andstæðingarnir eru Grindvíkingar sem spáð var 10. sæti deildarinnar og sópuðu Stjörnunni í undanúrslitum.

Í Dominos deild kvenna eru það Snæfell og Keflavík sem mætast en liðin voru í fyrstu tveimur sætum deildarinnar. Snæfell líkt og KR getur unnið fjórða titilinn í röð en litlu slátrararnir frá Keflavík hafa komið á óvart og eru til alls vísar.

Gestur þáttarins: Sigurður Orri Kristjánsson

Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur


Efnisyfirlit:

1:00 - Undanúrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna krufin
15:40 - Undanúrslitaeinvígi Dominos deildar karla krufin
36:15 - Spáð í úrslitaeinvígi Snæfells og Keflavíkur
42:15 - Spáð í úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur
47:30 - Þjálfaramál og ný lið í Dominos deildina