Tindastóll leitar að yfirþjálfara

19.mar.2017  12:51 davideldur@karfan.is

 

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka félagsins sem tæki við starfinu fyrir haustbyrjun 2017. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun körfuknattleiks og mikill kostur ef menntun á sviði íþróttamála er fyrir hendi. Síðasta vetur æfðu u.þ.b. 150 krakkar frá 1.bekk – unglingaflokks kk. og kvk. Mun starfið m.a. fela í sér skipulag flokkanna, þjálfun einstakara flokka ásamt samskiptum við iðkendur, foreldra og aðra þjálfara félagsins. Allar nánari upplýsingar um stöðuna veitir Dagur Baldvinsson, formaður Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls í netfanginu karfa_unglingarad@tindastoll.is eða í síma 891-9179.