Spænski boltinn

Raggi Nat í skrímslaham fyrir Albacete

19.mar.2017  12:29 Oli@karfan.is

Ægir traustur að vanda

Ragnar Nathanaelson er að finna fjölina í Spænska körfuboltanum en lið hans Albacete tapaði gegn Tarragona 73-84. Ragnar átti algjöran skrímslaleik, endaði með 15 stig, 12 fráköst og þar af 10 sóknarfráköst fyrir liðið á 25 mínútum. 

 

Albacete hefur gengið brösuglega uppá síðkastið og hana einungis unnið einn leik á árinu 2017. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex sigra. Góðu fréttirnar eru þær að Ragnar er að finna sig og spila betur. 

 

Ægir Þór Steinarsson var með 9 stig, 3 stoðsendingar og 2 fráköst í öruggum sigri Burgos á Araberri 87-70. Ægir var að vanda í byrjunarliði og lék 20 mínútur. Burgos heldur 2. sæti deildarinnar og hafa unnið þrjá leiki í röð.