Skallagrímur 69-56 Njarðvík

Skallagrímur með torsóttan sigur á Njarðvík

18.mar.2017  20:14 Oli@karfan.is

Skallagrímur vann torsóttan sigur á Njarðvík í Borgarnesi en leikurinn var í næst síðustu umferð Dominos deildar kvenna. 

 

Njarðvík leikur eins og flestir vita án erlends leikmanns eftir að Carmen Tyson-Thomas var látin fara frá félaginu fyrir rúmmri viku. Hjá Skallagrím var sama uppá teningnum þar sem Tavelyn Tillman var meidd en Kristrún Sigurjónsdóttir var með í kvöld eftir að hafa misst af síðasta leik. 

 

Njarðvíkingar voru akveðnari og sterkari í byrjun leiks og komust í 9-4 forystu strax í byrjun leiks. Þær leiddu svo eftir fyrsta leikhluta 17-15. 

 

Vörn Skallagríms small svo í nokkur tíma í öðrum leikhluta og komst liðið mest í níu stiga forystu. Staðan 36-30 í hálfleik og ekki að sjá hvort liðið væri í toppbaráttu deildarinnar. 

 

Njarðvík jafnaði leikinn strax í seinni hálfleik og var jafnt á nánast öllum tölum í leikhlutanum. Allt leit út fyrir háspennuleik á lokamínútunum en Skallagrímur náði að stinga aðeins af í loka leikhlutanum og komst í 61-50. Forystuna gáfu þeir ekki eftir á lokasprettinum og tókst Borgnesingum að ná sér í sigur 69-56. 

 

Skallagrímur er með sigrinum endanlega tryggt í þriðja sæti deildarinnar og ljóst að liðið mun mæta Keflavík í undanúrslitum. Njarðvík getur með sigri í síðasta leiknum sótt fimmta sætið af Val. Lokaumferð deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld. 

 

Staðan í Dominos deild kvenna eftir 27 umferðir

 

Tölfræði leiksins

 

Skallagrímur-Njarđvík 69-56 (15-17, 21-13, 13-14, 20-12)

Skallagrímur: Kristrún Sigurjónsdóttir 29/5 fráköst, Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 12/4 fráköst, Ragnheiđur Benónísdóttir 8/4 fráköst, Fanney Lind Thomas 7/6 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 6/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/8 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurđardóttir 2/4 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnfríđur Ólafsdóttir 0, Guđrún Ósk Ámundadóttir 0/6 fráköst/10 stođsendingar, 

Njarđvík: Erna Freydís Traustadóttir 15/4 fráköst, Linda Þórdís Barđdal Róbertsdóttir 12/5 fráköst, María Jónsdóttir 8/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7/5 fráköst/5 stođsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 7, Soffía Rún Skúladóttir 3/5 stođsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2, Elísabet Sigríđur Guđnadóttir 2, Ása Böđvarsdóttir-Taylor 0, Hulda Bergsteinsdóttir 0, Svala Sigurđadóttir 0. 

 

Myndasafn

 

Mynd / Ómar Örn Ragnarsson