Jakob með 14 stig í tapi Boras

18.mar.2017  08:10 nonni@karfan.is

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig í gærkvöldi þegar Boras Basket varð að sætta sig við 67-61 ósigur á útivelli gegn KFUM Nassjö í sænsku úrvalsdeildinni.


Jakob var einnig með 5 fráköst og 1 stoðsendingu og var næststigahæstur í liði Boras en flest stig gerði Jerome Seagers eða 25 stig talsins.


Umtalsvert miðjumoð hefur verið á Boras undanfarið, svæðið fyrir miðri töflunni í Svíþjóð er ekki ósvipað og við sáum í deildarkeppninni í úrvalsdeild karla hér heima. Boras er nú með 30 stig í 6. sæti deildarinnar og aðeins fjögur stig eftir í pottinum. Það þýðir að Boras getur aðeins náð upp í 5. sæti þar sem Uppsala er með 36 stig í 4. sæti deildarinnar en Lulea, Norrköping og Södertalje berjast um deildarmeistaratitilinn í næstu umferðum.