Elvar með 29 í sigri Barry

12.mar.2017  12:00 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Leikið á ný í dag gegn Alabama Huntsville

 

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Barry Bucs hófu leik í úrslitakeppni D2 háskólans í gærkvöldi með góðum sigri gegn liði Eckard.  Elvar Már fór fyrir sínu liði að venju og skoraði 29 stig sendi 8 stoðsendingar og hrifsaði 5 fráköst.  Barry sigraði leikinn 87:91 en Eckard gerði atlögu að sigrinum á loka mínútum leiksins en Barry stóðu það af sér.  Mest komust Barry í 11 stiga forystu í stöðunni 80:69 en þetta var fyrsti sigur Barry Bucs á liði Eckard í úslitakeppni í 17 ár. 

 

Barry spilar í næstu umferð gegn sterku liði Alabama Huntsville en sá leikur fer fram í dag en leikir er á heimavelli Alabama liðsins í Huntsville.