Úrslitakeppnin hefst í kvöld hjá Davidson

09.mar.2017  08:39 nonni@karfan.is

Davidson háskólinn hefur leik í úrslitakeppni Atlantic 10 riðilsins í háskólaboltanum í nótt. Jón Axel Guðmundsson verður þar í eldlínunni þegar Davidson mætir La Salle skólanum. Eins og í úrslitakeppninni í öðrum riðlum er um útsláttarfyrirkomulag að ræða.


Í nótt fóru fyrstu tveir leikirnir fram þar sem Sanit Joseph´s og Massachusetts mættust annars vegar og hins vegar Saint Louis og Duquense. Massachusetts hafði 70-63 sigur á Saint Joseph´s og Saint Louis komst áfram með 72-71 sigri á Duquesne.


Í kvöld mætast Davidson og La Slle, Massachusets-St.Bonaventure, Fordham-Gergoe Mason og Saint Louis-George Washington. Mótið heldur svo áfram á laugardag og sjálfur úrslitaleikurinn er á sunnudag.