Myndband:

Þegar kappið ber fegurðina ofurliði

05.mar.2017  12:32 davideldur@karfan.is

 

Hér að neðan má sjá brot sem Tacha Jacques birti á Facebook síðu sinni úr yngri flokka leik sonar síns gegn öðru liði. Í því má sjá hvernig þjálfari annars liðsins öskrar á leikmenn sína um að þeir séu á leiðinni að skora á ranga körfu áður en að hann tekur málin í sínar eigin hendur, fer inn á völlinn og ver skot þeirra með miklum látum. Sem að sjálfsögðu má ekki og má koma í veg fyrir með öðrum leiðum.

 

Nú vonum við að þjálfarar og liðsstjórar á Nettómótinu hafi hagað sér þessa helgina og að ekkert slíkt myndband eigi eftir að líta dagsins ljós í kjölfarið.