Háskólaboltinn

Guðlaug Björt stigahæst er Florida Tech tryggði sig í úrslit

05.mar.2017  01:19 Oli@karfan.is

Florida Tech komst í kvöld í úrslitaleik Sunshine state deild háskólaboltans eftir sigur á Florida South skólanum 58-52. Guðlaug Björt Júlíusdóttir leikur með liðinu og hefur staðið sig gríðarlega vel. 

 

Guðlaug var einmitt stigahæst í liðið Florida Tech í leiknum með 15 stig og bætti þremur stoðsendingum við það. Skólinn hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er komið í úrslitaleik deildarinnar annað árið í röð. 

 

Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 5. mars kl 1 að staðartíma. Leikið er gegn Eckerd sem var í efsta sæti deildarinnar. Florida Tech hefur mætt liðinu tvisvar áður á tímabilinu og tapað báðum með yfir 12 stigum svo ljóst er að erfitt verkefnið býður Guðlaugar og félaga.