Háskólaboltinn

Tímabilinu lokið hjá Kára og Kristni

04.mar.2017  18:25 Oli@karfan.is

Endurkoman reyndist lokaleikurinn í bili

Kári Jónsson lauk leik í háskólaboltanum í gær er lið hans Drexel Dragons töpuðu 70-80 gegn JMU. Leikurinn var í átta liða úrslitum í hans deild og féll liðið þar með úr leik.

 

Kári sem hefur átt góðu gengi að fagna í vetur endaði með 14 stig og hitti tveimur þriggja stiga skotum í sjö tilraunum. Drexel var átta stigum yfir í hálfleik en tapaði leiknum niður í lokin og þar með tímabilinu. Kári sagði við Karfan.is í síðustu viku að hann hefði tognað á hné fyrir tveim vikum og hefði því ekkert leikið með liðinu á þeim tíma.

 

Endurkoman var því í gær en um leið síðasti leikur tímabilsins fyrir liðið. Twitter síða Drexel drekanna er hinsvegar ánægð með frammistöðu íslendingsins sem þeir gefa í skyn að sé þeirra vonarstjarna miðað við færslu gærkvöldsins.

 

Kristnn Pálsson og Marist féllu einnig úr leik gegn Cansius á fimmtudaginn. Leikurinn fór 73-77 og var í átta liða úrslitum í hans deild. Kristinn endaði með 3 stig og 3 fráköst á 19 mínútum en hann hefur líkt og Kári verið að glíma við meiðsli síðustu vikur og því ekki getað beitt sér að fullu. 

 

Kristófer Acox, Elvar Már Friðriksson og Jón Axel Guðmundsson leika stóra leiki um helgina í úrslitakeppnum sinna deilda. Karfan.is mun fylgjast grannt með stöðu mála hjá leikmönnunum,