Háskólaboltinn

Sara Rún og Margrét slógu Dagný Lísu úr leik

04.mar.2017  18:38 Oli@karfan.is

Guðlaug Björt í undanúrslit

Cansius háskólinn er úr leik í sinni deild í bandaríska háskólaboltanum eftir tap gegn Quinnipac 58-63. Með liðinu leika þær Margrét Hálfdánardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir en þær áttu fínan leik.

 

Margrét endaði með 8 stig en Sara Rún með sex stig. Í umfjöllun á heimasíðu liðsins kemur fram að besti varnarmaður deildarinnar hafi verið á Söru allan leikinn sem hafi komið í veg fyrir að hún kæmist í tveggja stafa tölu í skori. Sara Rún náði því einmitt 26. sinnum á öllu tímabilinu og var valin í annað lið keppninar er viðurkenningar voru veittar. 

 

Kvöldið áður slóg Cansius einmitt út Niagara háskólann en með þeim leikur Dagný Lísa Davíðsdóttir. Það var því íslendingaslagur í úrslitakeppni þessarar deildar sem er stórskemmtilegt. Margrét Hálfdánardóttir endaði með 13 stig en Sara Rún 11 stig og 5 fráköst. Dagný Lísa lék í þrjár mínútur í leiknum. 

 

Helstu tilþrif úr leiknum er hægt að sjá hér.

 

Hildur Björk Kjartansdóttir hefur enn ekki lokið keppni í venjulegri deildarkeppni en síðasti leikur tímabilsins fyrir úrslitakeppni er í kvöld gegn New Mexico skólanum. 

 

Guðlaug Björt Júlíusdóttir sem leikur með Florida Tech háskólanum er komin í undanúrslit í suðurstrandadeild 2. deildar háskólaboltans eftir sigur á Rollins 73-30. Guðlaug var með 14 stig og 3 fráköst í leiknum. Undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld og er gegn Suður-Flórída skólanum.