Bonneau tryggði Svendborg tvö stig með sigurkörfu

27.feb.2017  12:09 nonni@karfan.is

Stefan Bonneau gerði 18 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í sigri Svendborg Rabbits um helgina. Svendborg lagði þá Randers Cimbria 83-85 á útivelli og bætti Axel Kárason við 3 stigum og 3 fráköstum í liði Svendborg. 


Stefan Bonneau gerði sigurstig leiksins í teignum þegar fjórar sekúndur lifðu leiks og það nægði ekki heimamönnum í Randers til þess að jafna eða stela sigrinum.


Eftir helgina er Svendborg í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig en Horsens IC er á toppnum með 40 stig og Bakken Bears þar skammt á undan með 38 stig svo þessi tvö lið eru ein um baráttuna fyrir deildarmeistaratitlinum. 


Á fimmtudagskvöld verður mikilvægur slagur hjá Svendborg þegar Hörsholm 79ers mæta í heimsókn en liðin eru saman í 3.-4. sæti deildarinnar með 26 stig en Svendborg hefur betur innbyrðis. 


Mynd/ fyens.dk - Bonneau í leik með Svendborg Rabbits.