Íþróttamaður ársins:

Martin og landsliðið á meðal tíu efstu

23.des.2016  08:42 davideldur@karfan.is

 

Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi hafa gefið upp hvaða 10 íþróttamenn og hvaða 3 lið það hafi verið sem að efst voru í kjörinu til íþróttamanns ársins 2016. Körfuknattleiksmaður ársins, leikmaður Étoile de Charleville-Mézéres og íslenska landsliðsins Martin Hermannsson er á meðal þessara tíu efstu sem og karlalandsliðið eitt þeirra þriggja liða sem efst var í kosningunni um lið ársins.

 

Hér að neðan er listi yfir alla þá hæstu í kjörinu, en verðlaunin verða veitt þann 29. næstkomandi í beinni útsendingu á RÚV.

 

Íþróttamaður ársins

Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna
Aron Pálmarsson, handbolti
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar
Martin Hermannsson, körfubolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna

 

Lið ársins

A-landslið karla í knattspyrnu
A-landslið karla í körfubolta
A-landslið kvenna í knattspyrnu