EuroBasket 2017:

Miðasala á leiki Íslands hefst á þriðjudag kl 10:00

08.okt.2016  10:19 davideldur@karfan.is

Eru ekki allir klárir?

 

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum aðdáanda íslensks körfuknattleiks að frændur okkar í Finnlandi tóku þá ákvörðun að velja Ísland sem sína meðskipuleggjendur á EuroBasket 2017. Það er því ljóst að næsta haust mun liðið ferðast til Helsinki og leika þar í riðli með Finnlandi á mótinu. Dregið verður endanlega í riðla nú í nóvember og komumst við þá að hvaða önnur lið það verða sem leika með Íslandi og Finnlandi í riðli.

 

Þó enn sé langt í mótið, hefur KKÍ nú gefið út að kl 10:00 á þriðjudaginn muni takmarkað magn miða á svæði 1 fara í sölu inni á Tix.is. Gert er ráð fyrir að þessir miðar klárist hratt, því hvetjum við þá, sem hafa gert upp hug sinn og ætla að hvetja íslenska liðið með samlöndum sínum frá besta stað hallarinnar, til þess að láta þetta ekki framhjá sér fara. 

 

Fréttatilkynning KKÍ: