"Við munum ekki hringja í Earl Brown"

25.mar.2016  14:04 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Hill mögulega á leið í bann

Jerome Hill gæti mögulega verið á leið í eins leiks bann og myndi þá ekki leika með Keflvíkingum á mánudag nk. þegar Tindastóll og Keflavík spila leik númer 4 í einvígi liðanna.  Umræða hefur skapast á miðlum um að Keflvíkingar gætu vissulega "reddað" sér með því að kanna þann möguleika á að fá Earl Brown Jr. aftur tilbaka, en eins og flestir vita var honum sagt upp störfum rétt eftir áramót. 

 

Jón Halldór Eðvaldsson varaformaður kkd. Keflavíkur sagði það af og frá að liðið ætlaði sér að reyna að fá Brown aftur. "Við höfum vissulega heyrt þessa umræðu hjá stuðningsmönnum en þetta hefur aldrei komið til tals hjá stjórninni hvað þá hjá þjálfurum.  Ef Hill verður dæmdur í bann þá bara förum við uppeftir og spilum án hans." sagði Jón Halldór í samtali við Karfan.is

 

Myndbrot frá Vísir.is sýnir þessa rimmu hjá Hill og Helga: