Óvíst hvort Garcia leiki síðasta leikinn gegn Njarðvík

07.mar.2016  08:39 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Átti erfitt með andadrátt gegn Tindastól

Chuck Garcia hin stóri og stæðilegi miðherji þeirra Grindvíkinga spilaði aðeins 3 mínútur tæpar gegn Tindstól í gærkvöldi og kom sú tölfræði mörgum spánskt fyrir sjónir.  Chuck hefur víst átt erfitt með andadrátt og var óvenjuslæmur í gær samkvæmt þjálfara liðsins Jóhanni Þór Ólafssyni. "Hann er í vandræðum með það eitt að draga andann. þetta kom upp fyrir ca 3 vikum síðan og hann var svona á móti Þór Þorlákshöfn. Síðan þá er þetta búið að vera að plaga hann en þetta var óvenju slæmt í gær." sagði Jóhann í samtali

 

Óvíst er hvort Garcia muni spila síðasta leik Grindavíkur í deildinni gegn Njarðvíkingum en í dag fer hann í rannsókn og reynt að komast að því hvað sé að plaga kappann.