Myndband frá sigri LIU

New York-nemarnir klára deildina um helgina

26.feb.2016  11:47 nonni@karfan.is

Herramennirnir þrír sem leika í Northeast Conference háskólaboltans í Bandaríkjunum ljúka deildarkeppninni um helgina. Martin Hermannsson og LIU leika þá gegn Bryant skólanum og þeir Gunnar Ólafsson og Dagur Kár Jónsson halda með St. Francis í leik gegn Mount St. Mary´s í blóðugri baráttu um 2. sætið í NEC-riðlinum. Kapparnir voru önnum kafnir í nótt við að vinna sigur með sínum liðum. 


LIU 80-74 Central Connecticut 

LIU Brooklyn unnu góðan sigur í háskólaboltanum í nótt og þar með er öruggt að liðið mun taka þátt í úrslitakeppni Northeast Conference. LIU tók á móti Central Connecticut skólanum í nótt sem er botnlið NEC riðilsins. LIU fór með 80-74 sigur af hólmi þar sem Martin Hermannsson var stigahæstur með 20 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. LIU mætir Bryant skólanum í lokaumferðinni annað kvöld.

 

St. Francis 79-72 Bryant

Gunnar Ólafsson var í byrjunarliði St. Francis og skoraði 6 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst í leiknum. Dagur Kár Jónsson kom af bekknum og tók 2 fráköst á 10 mínútum en tókst ekki að skora. St. Francis er í 2.-5. sæti NEC-riðilsins ásamt Fairleigh Dickinson, Mount St. Mary´s og Sacred Heart skólanum svo baráttan um 2. sætið verður æsispennandi í lokaumferðinni þegar St. Francis mætir Mount St. Mary´s annað kvöld! 

 

Átta lið fara áfram í úrslitakeppni NEC-riðilsins og er spennandi að sjá hvernig lokaröðun riðilsins verður. 

Myndband frá sigri LIU í nótt