Bandaríski háskólaboltinn

Sara og Margrét höfðu betur gegn Lovísu

16.feb.2016  07:24 hordur@karfan.is

Canisius sigraði Marist 69-71

Það var sannur Íslendingaslagur í Buffalo, NY um helgina þegar kvennalið Marist háskólans mætti Canisius á sunnudaginn. Marist voru yfir 43-35 í hálfleik en frábær 3. hluti hjá Canisius þar sem þær héldu Marist í aðeins 4 stigum allan leikhlutann varð til þess að jafna leikinn.  Hnífjöfnum fjórða hluta lauk svo með sigri Canisius.

 

Margrét Hálfdanardóttir var með 8 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar fyrir Canisius. Sara Rún Hinriksdóttir með 6 stig, 4 fráköst og 1 varið skot.  Hjá Marist spilaði Lovísa Björt Henningsdóttir aðeins 4 mínútur og náði ekki að skora í leiknum.

 

Myndband frá leiknum.