Bikarúrslit 10. flokkur kvenna

Sigrún Elfa Lykilmaður leiksins

14.feb.2016  17:43 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

 

Sigrún Elfa Ágústsdóttir hlýtur nafnbótina Lykilmaður leiksins sem kláraðist nú fyrir stundu þegar Grindavík tryggði sér bikarmeistaratitil með sigri gegn KR.  Sigrún Elfa var grjóthörð í leiknum, skoraði 22 stig og bónaði svo spjaldið með 17 fráköstum.  Hamingjuóskir Sigrún Elfa og Grindavíkurstúlkur.