10. flokkur kk Bikarúrslit

Hilmar Péturs Lykilmaður leiksins

14.feb.2016  11:36 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

 

Haukarnir úr Hafnarfirði léku af fingrum fram þegar þeir sigruðu spræka Blika í úrslitum 10. flokki karla nú rétt áðan.  Hilmar Pétursson leikmaður Hauka fór gersamlega á kostum í leiknum og hlóð í tröllatvennu sem að Lele Hardy fyrrum leikmaður Hauka hefði roðnað við að sjá.  Hilmar skoraði 29 stig og tók 17 fráköst og kryddaði þessa tvennu svo með 4 stoðsendingum.  Hilmar var valin Lykilmaður leiksins og við óskum honum og félögum hans til hamingju með titilinn.