Leikmaður Mercer skotinn til bana

06.feb.2016  10:01 nonni@karfan.is

Jibri Bryan leikmaður Mercer háskólans var skotinn til bana í vikunni. Mercer skólinn leikur í SoCon-riðlinum ásamt Furman háskólanum þar sem Kristófer Acox er á mála.


Bryan var skotinn þar sem hann sat í bifreið sinni utan við bensínstöð og var úrskurðaður látinn þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar. Atvikið átti sér stað um miðja síðustu viku og var lýst eftir vitnum að atburðinum. Tveir menn hafa þegar verið handteknir í tengslum við málið.

 

Kristófer Acox og Furman mæta toppliði Chattanooga í háskólaboltanum í nótt en leika svo gegn Mercer þann 13. febrúar næstkomandi. Málið er allt hið sorglegasta en byssutengdir glæpir eru stórkostlegt vandamál í Bandaríkjunum sem jafnvel Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur minnst margsinnis á í opinberum erindum sínum.