Háskólaboltinn:

Martin með 21 stig í sigri LIU

05.feb.2016  11:27 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Nokkrir leikir voru í háskólaboltanum í nótt þar sem okkar fólk kom við sögu.  Við hefjum leik á leik Furman og Samford sem fram fór í Alabama ríki. Kristófer Acox spilaði 17 mínútur með liði sínu Furman sem hafði 67:65 sigur gegn Samford.  Acox með 8 stig og 4 fráköst á 17 mínútum. 

 

Kristinn Pálsson og félagar hans í Marist spiluðu gegn liði Quinnipiac og töpuðu illa. 79:53 varð loka niðurstaða þess leiks sem leikinn var á heimavelli Quinnipiac í Hamden Conneticut.  Kristinn spilaði 33 mínútur og skoraði 9 stig og tók 4 fráköst í leiknum. 

 

Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur hennar í Texas Rio Grande spiluðu gegn liði Utah Valley og máttu þola 71:57 tap. Hildur í byrjunarliði TRG smellti í myndarlega tvennu í 14 stigum og 10 fráköstum sem dugði þó ekki. 

 

Gunnar Ólafsson og Dagur Kár hjá St. Francis Brooklyn spiluðu í nótt gegn liði Sacret Heart. St Francis tapaði leiknum 70:74 eftir að hafa lent undir með 18 stigum mest í leiknum. Dagur Kár setti niður tvo þrista á þeim 16 mínútum sem hann spilai og Gunnar Ólafsson setti svo niður einn slíkan en hann spilaði 14 mínútur í leiknum. 

 

LIU spilaði í nótt gegn liði Mount St. Marys og sigruðu 77:74 þar sem að okkar maður Martin Hermannsson skoraði 21 stig og tók 7 fráköst og aðeins þremur fráköstum frá sinni þriðju tvennu í röð í vetur.  Glefsur úr leiknum má sjá hér að neðan.