Snyrtilegir landsliðsmenn hér í Berlín

07.sep.2015  11:32 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Fyrir og eftir myndir - Snyrtilegir leikmenn um höfuðið

Já lífið hjá leikmönnum er ekki bara dans á rósum og leikið sér í körfubolta.  Menn þurfa jú að halda uppi ákveðnum standard hvað varðar "lookið" og þar eru Haukur Helgi Pálsson og Ragnar Nathanelson með allt á hreinu.  Við fórum með þeim köppum nú rétt fyrir mót hér í Berlín að láta snyrta toppstykkið. 

 

Klippi daman var afar hugguleg spænsk stúlka sem hóf málfar sitt á þýsk/ensku en Haukur verandi nánast hálfur Spanjóli spreytti sig á gömlum spænskutöktum og endaði að tala reiprennandi við dömuna.  Afar einföld klipping hjá Hauk, snyrta hliðar og aðeins að stytta að ofan.  

 

Hinsvegar var þetta öllu flóknara hjá Ragnari.  Raka hliðar, þynna í þétt vöxnum toppnum og svo "stríðsrönd" á miðja kúpuna. Voila!