Sendum börnin til Íslands að æfa!

07.sep.2015  04:55 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Danir undrandi á íþróttaárangri Íslendinga

Pistlahöfundurinn Thomas Bilde hjá TV2 í Danmörku ritar í sinn nýjasta pistil að Danir eigi að huga jafnvel að því að senda ungviði sitt til Íslands að æfa íþróttir.  Thomas fer yfir það hvernig í ósköpunum litla Ísland sé nú að slást á lokamóti í Evrópukeppninni í körfubolta í Berlín og sé á barmi þess að tryggja sér sæti á EM í Frakklandi í fótbolta (pistill ritaður fyrir gærkvöldið).  

 

"Við erum að tala um land sem hefur sama fólksfjölda og Aarhus, leyfið mér að segja þetta aftur. Gróflega er sami fólksfjöldi á Íslandi og í Aarhus." segir Thomas í grein sinni og ítrekar þar hversu fámennir íslendingar eru. Og hann heldur áfram, "Hæfileikar í vöggugjöf kemur þeim langt og það er mikilvægt að hafa það til að ná góðum úrslitum. En hæfileikar eru ekki allt.  Baráttan og rétt viðhorf eða hugarfar og sá hæfileiki að standa saman í hópíþróttum er algerlega jafn mikilvægt." sagði Thomas ennfremur.

 

Pistillinn í heild sinni má lesa hér.