Lykilmaður leiksins: Haukur Helgi Pálsson

07.sep.2015  01:20 hordur@karfan.is

Haukur Helgi Pálsson var lykilmaður íslenska liðsins í leik Íslands og Ítalíu á EM í Berlín í gær. Ekki nóg með að vera stigahæstur í liðinu komu flestar körfur hans á mjög mikilvægum tímapunkti auk þess sem hann átti stóran þátt í því að helsta stjarna ítalska liðsins, Danilo Gallinari gat aðeins spilað 9 mínútur í leiknum.